Luis Enrique er á leið til London til að fara í viðræður við Chelsea um að taka við liðinu. Frá þessu segir Talksport og segist hafa öruggar heimildir.
Enrique er einn þeirra sem er orðaður við starfið hjá Chelsea eftir að Graham Potter var rekinn á sunnudag.
Bruno Saltor aðstoðarmaður Potter stýrði Chelsea gegn Liverpool í gær en hann er sagður ólíklegur til þess að halda mikið lengur áfram.
Chelsea telur að Enrique sé klár í starfið en Todd Boehly eigandi féalgsins hefur sett mikla fjármuni í leikmannahóp sinn.
Enrique hætti með Spán eftir Heimsmeistaramótið í Katar en hann vann gott starf hjá Barcelona á árum áður.