fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 7 sæti – „Við er tekinn ó­reyndur Hallgrímur“

433
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

7.sæti – KA

Það er erfitt að spá fyrir um gengi KA í vetur, liðið sem endaði í öðru sæti á síðasta tíma­bili hefur gengið í gegnum breytingar sem gætu hrein­lega verið of miklar. Einn reyndasti og besti þjálfari landsins, Arnar Grétars­son, er horfinn á braut og við er tekinn óreyndur Hall­grímur Jónas­son. Hall­grímur hefur getið sér gott orð en hefur ekki enn þurft að standa í stafni þegar eitt­hvað bjátar á.

Nökkvi Þeyr Þóris­son bar uppi sóknar­leik liðsins á síðustu leik­tíð og fróð­legt verður að sjá hvernig KA tekst að tækla fjar­veru hans. Pætur Peter­sen kom frá Fær­eyjum og Hall­grímur Mar Stein­gríms­son er á­fram á sínum stað en hann á mikið inni frá síðustu leik­tíð.

KA-menn setja stefnuna væntan­lega hærra en Frétta­blaðið telur að tíma­bilið gæti orðið snúið á Akur­eyri. Vel hefur gengið hjá KA í vetur en öll al­vöru prófin eru eftir fyrir hinn unga og ó­reynda þjálfara.

Spáin:
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir

Komnir
Pætur Peter­sen
Harl­ey Willard
Ingi­mar Tor­björns­son Stöle
Kri­stof­fer For­ga­ard Paul­sen (lán)

Farnir
Bry­an Van Den Boga­ert
Gaber Dobrovoljc

Lykilmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Þjálfari: Hallgrímur Jónasson
Heimavöllur: KA-völlur
Íslandsmeistarar: 1 sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta komu Asensio

Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn