Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.
7.sæti – KA
Það er erfitt að spá fyrir um gengi KA í vetur, liðið sem endaði í öðru sæti á síðasta tímabili hefur gengið í gegnum breytingar sem gætu hreinlega verið of miklar. Einn reyndasti og besti þjálfari landsins, Arnar Grétarsson, er horfinn á braut og við er tekinn óreyndur Hallgrímur Jónasson. Hallgrímur hefur getið sér gott orð en hefur ekki enn þurft að standa í stafni þegar eitthvað bjátar á.
Nökkvi Þeyr Þórisson bar uppi sóknarleik liðsins á síðustu leiktíð og fróðlegt verður að sjá hvernig KA tekst að tækla fjarveru hans. Pætur Petersen kom frá Færeyjum og Hallgrímur Mar Steingrímsson er áfram á sínum stað en hann á mikið inni frá síðustu leiktíð.
KA-menn setja stefnuna væntanlega hærra en Fréttablaðið telur að tímabilið gæti orðið snúið á Akureyri. Vel hefur gengið hjá KA í vetur en öll alvöru prófin eru eftir fyrir hinn unga og óreynda þjálfara.
Spáin:
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir
Komnir
Pætur Petersen
Harley Willard
Ingimar Torbjörnsson Stöle
Kristoffer Forgaard Paulsen (lán)
Farnir
Bryan Van Den Bogaert
Gaber Dobrovoljc
Lykilmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Þjálfari: Hallgrímur Jónasson
Heimavöllur: KA-völlur
Íslandsmeistarar: 1 sinni