Al Nassr vann sigur á Al Adfalah í Sádí Arabíu í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum.
Ronaldo hefur gengið vel að skora í Sádí Arabíu eftir að hafa verið sparkað út um dyrnar á Old Trafford.
Piers Morgan sem er góður vinur Ronaldo segir að ákvörðun Erik ten Hag að henda Ronaldo á þessu tímabili út frá Manchester United sé galin.
„Tvö mörk í viðbót hjá Ronaldo í kvöld, þetta magnaða mark var eitt af þeim. Að henda honum fyrir Wout Weghorst er ein heimskulegasta ákvörðun í sögu fótboltans,“ segir Morgan.
Annað af mörkum Ronaldo má sjá hér að neðan.
Two more goals for @Cristiano so far tonight, including this superb one which once again suggests Ten Hag’s decision to dump him for Wout Weghorst was one of the worst in football history. pic.twitter.com/bu8XJGKLjG
— Piers Morgan (@piersmorgan) April 4, 2023