Piers Morgan vonast til þess að Harry Kane geti spilað fótbolta aftur eftir atvik sem kom upp í leik Tottenham og Everton í gær.
Tottenham mistókst að vinna sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni fleirri um stund og vera marki yfir.
Allt var í járnum framan af leik en það breyttist þegar Abdoulaye Doucouré lét Harry Kane veiða sig í gildru um miðjan seinni hálfleik
Eftir átök þeirra á milli fór Doucouré með hendurnar í andlitið á Kane. Kane fór niður með tilþrifum en dómarinn átti engan kost en að reka hann af velli.
„Hugur minn og bænir eru hjá Harry Kane, vona að þetta séu ekki meiðsli sem klára tímabilið hans,“ skrifar Morgan og grillar þar Kane enda var fall hans með tilþrifum en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Thoughts and prayers for Harry Kane tonight – hope this savage blow isn’t career-ending. 🙏🙏🙏 pic.twitter.com/bk8CGXmRix
— Piers Morgan (@piersmorgan) April 3, 2023