Tottenham mistókst að vinna sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni fleirri um stund og vera marki yfir.
Allt var í járnum framan af leik en það breyttist þegar Abdoulaye Doucouré lét Harry Kane veiða sig í gildru um miðjan seinni hálfleik
Eftir átök þeirra á milli fór Doucouré með hendurnar í andlitið á Kane. Kane fór niður með tilþrifum en dómarinn átti engan kost en að reka hann af velli.
Skömmu síðar fékk Tottenham vítaspyrnu og Harry Kane skoraði af öryggi.
Mikil læti voru eftir þetta og Everton miklu líklegri til þess að skora þrátt fyrir að vera manni færri. Lucas Moura lét svo reka sig af velli hjá Tottenham þegar lítið var eftir. Það tókst Everton að nýta sér en Michael Keane sem Moura hafði brotið á jafnaði með geggjuðu marki. Lokastaðan 1-1.
Sigurinn fer með Tottenham upp í fjórða sæti með 50 stig og Manchester United fer niður í fimmta sætið, United er með sama stigafjölda en á tvo leiki til góða.