Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spilin sín eftir heila umferð í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Ofurtölvan spáir því að Newcastle endi í þriðja sæti deildarinnar og Manchester United í því fjórða. Newcastle vann sigur á United um helgina en liðin eru bæði með 50 stig.
Ofurtölvan spáir því að Liverpool endi í sjöunda sæti sem væri gríðarlegt högg fyrir félagið sem upplifað hefur góða tíma undanfarin ár.
Ofurtölvan telur að Arsenal vinni deildina með þremur stigum en liðið hefur fimm stiga forskot eins og sakir standa.
Svona telur Ofurtölvan að deildin endi.