Stjórn ÍTF hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls er varðar nýja auglýsingu fyrir Bestu deildina. Gagnrýnt hefur verið að konur séu í aukahlutverki í auglýsingunni.
Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna hafa fordæmt það hvernig auglýsing fyrir Bestu deild karla og kvenna er satt fram af Íslenskum toppfótbolta. Hafa samtökin tekið saman og sýnt hvernig hlutur kvenna er verulega skertur í auglýsingunni.
Yfirlýsing ÍTF:
Í ljósi umfjöllunar um auglýsingu Bestu deildar vill ÍTF koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.
ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar. Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnt hátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar. Við munum bregðast við og taka ábendingunni og vanda okkur í komandi markaðsefni fyrir Bestu deildir karla og kvenna.
Áfram íslenskur fótbolti!
Virðingarfyllst, stjórn ÍTF