fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Sannkallaður sælkera vikumatseðill sem gleður bragðlaukana

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 3. apríl 2023 13:39

Ólöf Ólafsdóttir konditori býður hér upp á girnilegan matseðil fyrir alla vikuna sem á eftir að gleðja alla sælkera. DV/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni dymbil- og páskavikunnar bjóðum við hér upp á vikumatseðil sem Ólöf Ólafsdóttir konditori á Monkeys hefur sett saman. Ólöf er annáluð fyrir kunnáttu sína í eftirréttagerð og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis eftirrétti sem gleðja bæði auga og munn. Hún veit fátt skemmtilegra en að matreiða góðan og ljúffenga eftirrétti og páskarnir eru í hennar huga tími til njóta góðs matar með fjölskyldu og vinum.

„Það fer ekki framhjá neinum að ég hugsa ekki um annað enn matargerð og hef ég gert það síðan ég var lítil. Þetta ár er búið að byrja með stæl hjá mér og er ég með fullt af skemmtilegum verkefnum í höndunum, bæði lítil og stór. Ég hlakka til að sýna ykkur meira frá því sem ég er vinna að,“ segir Ólöf.

„Ef að þú hefur áhuga á eftirréttum og matargerð þá er hægt að fylgjast með þeim hlutunum sem að ég er búin að vera að gera og nýjum væntanlegum hlutum á instagram reikningnum mínum https://www.instagram.com/olofolafs/

„Ég fékk það frábæra verkefni að setja saman páska-vikumatseðill fyrir ykkur lesendur og hef valið mína eftirlætis rétti, sem ég vona að þið njótið jafn mikið og ég geri.“

Mánudagur – Guðdómlega góðir þorskhnakkar
„Mánudagar eru ekkert grín, maður er uppgefinn eftir helgina og ný vinnuvika að detta í gang. Þá er best að vera ekki að flækja þetta og henda í klassíska mánudags fiskinn.“


Sjá uppskrift hér.

Þriðjudagur – Mexíkósk kjúklingasúpa
„Ég ætla ekki að plata, ég borða ekki kjúkling en mexíkósk kjúklingasúpa er undantekning. Hún hefur verið mín allra uppáhalds síðan ég var barn og það er tilvalið að bæta við hana grísku jógúrti, snakki og rifnum osti. Ég set þá oftast fjall af snakki sem að gerir súpuna að nokkur skonar kássa, en vá hvað það er gott.“

Sjá uppskrift hér.

Miðvikudagur – Dýrðlegt rjómapasta með hörpuskel
„Á miðvikudögum má leyfa sér aðeins og þá er tilvalið að gera rjómapasta með hörpuskel, ekki er slæmt að para þennan rétt með góðu hvítvíni og kósíheitum. Ég hef allavega alltaf elskað skelfiskpasta og finnst mér þessi uppskrift ekki bara líta vel út og fáranglega bragðgóð, en hún er einnig auðveld að gera.“

Sjá uppskrift hér.

Skírdagur – Andabringur með appelsínusósu og sellerírótarmús
„Það er fátt betra enn góð önd. Mér finnst líka einstaklega skemmtilegt að skipta út klassísku kartöflunum og rjómasósunni. Þess vegna finnst mér tilvalið að deila með ykkur þessari uppskrift með sellerírótarmauki og appelsínusósu sem að er jú tilvalin til að byrja þessa páskatörn. Þessi uppskrift er líka mjög góð með milli þurru rauðvíni.“

Sjá uppskrifti hér.

„Þessar marengsdúllur eru jafn bragðgóðar og þær hljóma. Ekki er það verra að þær eru fallegar, stílhreinar og passa mjög vel með öndinni.“

Sjá uppskrift hér.

Föstudagurinn langi – Ómótstæðilegur humar og gulrótarkaka í eftirrétt
„Á föstudaginn langa borðum við fisk ekki satt? Við skulum ekki flækja málin því þessi uppskrift er algjör klassík, humar, smjör og steinselja hvað getur klikkað? Ég hef alltaf verið sökker fyrir góðum humri og er þessi tilvalin fyrir sælkerann.“

Sjá uppskrift hér.

„Auðvitað er hægt að toppa þessa máltíðina með klassískri gulrótatertu sem hittir alltaf beint í mark.“

Sjá uppskrift hér.

Laugardagur – Tryllingsleg gott rækjutaco
„Eins og sést hér að ofan þá er ég mikið fyrir skelfisk, en inn á milli hátíðardagana elska ég að búa til eitthvað ferskt eins og til dæmis þetta geggjaða rækjutaco sem er ekki bara ferskt en líka mjög bragðgott. Mér finnst líka tilvalið að bæta við smá pikkluðum lauk og ferskum chili.“

Sjá uppskrift hér.

Páskadagur – Dýrðlegt lambakonfekt
„Það hefur alltaf verið hefð hjá mér að á páskadag eldum við dýrindis lambalæri með þessu klassíska rjómasósu, rauðkáli og grænum baunum. Í ár ætla ég aðeins að hrista upp í þessu og gera þessa klassísku hátíðarmáltíð í nýjum búning. Lambakonfekt. Vil ég meina sé besti bitinn af lambinu og bráðnar það í munni ef það er eldað rétt. Þannig að ég skora á ykkur að breyta til og prófa þessa uppskrift.“

Sjá uppskrift hér.

„Þessi uppskrift er fullkomin í eftirrétt á páskadag og ekki verra að deila henni með fjölskyldu og góðum vinum.“

Sjá uppskrift hér.

Njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum