Erik ten Hag stjóri Manchester United er sagður fá launahækkun og nýjan samning hjá Manchester United, óháð því hver verður eigandi félagsins.
Söluferli félagsins er í gangi um þessar mundir og eru aðilar sem vilja kaupa félagið af Glazer fjölskyldunni, óvíst er hins vegar hvort af því verði.
Ten Hag er á sínu fyrsta tímabili með United en ensk blöð segja að hann fái samning til 2028 í sumar og að laun hans hækki um 500 milljónir á ári.
Ten Hag er sagður fara úr 9 milljónum punda í árslaun yfir í 12 milljónir punda í árslaun. Ten Hag hefur unnið einn bikar á þessu tímabili og á möguleika á tveimur í viðbót.
Búist er við að þessi 53 ára Hollendingur fái talsverða fjármuni í sumar til að styrkja hóp sinn sem er fremur þunnskipaður eins og sakir standa.