Knattspyrnumaður á Spáni var um helgina stunginn til bana en um var að ræða hinn 24 ára gamla, Naval Perez.
Lögreglan á suður Spáni hefur handtekiðð tvítugan aðila sem er talinn hafa myrt Perez.
Perez lék með Chipiona CF en hann var stunginn í borginni Cadiz en hann var stunginn beint í brjóstið.
Atvikið átti sér stað klukkan 14:00 að staðartíma en enginn tengsl voru á milli mannanna en sagt er í fréttum að árásarmaðurinn hafi notað stóran hníf í voðaverkinu.
Árásin er samkvæmt lögreglu algjörlega tilhæfislaus en Perez og hinn tvítugi árásarmaður áttu í engum samskiptum fyrir morðið.