Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.
12.sæti – Fylkir
Appelsínugula liðið í Árbænum er aftur mætt í deild þeirra bestu en liðið vann Lengjudeildina á sannfærandi hátt á síðustu leiktíð. Í vetur hefur hins vegar Fylkir ekki styrkst mikið.
Nokkrir leikmenn hafa bæst í hópinn en erfitt er að sjá einhvern þeirra breyta miklu. Emil Ásmundsson sem var á láni hjá Fylki á síðustu leiktíð gekk endanlega í raðir félagsins og gæti orðið lykilmaður.
Goal of the season from Emil Ásmundsson
How do you rate this @brfootball #fotboltinet pic.twitter.com/daSgHDyUTc
— Fylkir – Fótbolti (@FylkirFC) August 8, 2022
Lykilmaður: Ólafur Kristófer Helgason
Þjálfari: Rúnar Páll Sigmundsson
Heimavöllur: Fylkisvöllur
Íslandsmeistarar: Aldrei
Stærsti hausverkur Fylkis gæti orðið að skora mörk en þrátt fyrir markaveislu í næstefstu deild er Fylkir ekki með neinn framherja sem hefur sannað ágæti sitt í efstu deild á undanförnum árum.
Rúnar Páll Sigmundsson er reyndur í deildinni og það gæti hjálpað Fylki en allt þarf að smella svo liðið fari ekki beint niður á nýjan leik.
Rúnar er þekktastur fyrir afrek sín sem þjálfari Stjörnunnar en hann er nú á leið inn í sitt annað heila tímabil sem þjálfari liðsins. Sterkur kjarni af heimamönnum er í Fylki sem gæti orðið styrkur liðsins í sumar en það getur orðið á brattann að sækja þar sem breiddin er lítil.
Komnir:
Elís Rafn Björnsson
Emil Ásmundsson
Jón Ívan Rivine
Ólafur Karl Finsen
Farinn:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson