Liverpool hélt krísufund í gær þar sem farið yfir slæma stöðu liðsins og afar slæmt tap gegn Manchester City á laugardag.
Liverpool er að berjast um að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en slæmt tap gegn City á laugardag setur strik í þann reikning.
Virgil van Dijk leikmaður Liverpool sagði frá því að krísufundur yrði á sunnudag þar sem farið yrði yfir sviðið.
Liverpool hefur átt í stökustu vandræðum með að finna taktinn á þessu tímabili eftir afar gott gengi á síðustu leiktíð.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er ekki undir mikilli pressu í starfi eftir að hafa unnið sér inn mikla virðingu fyrir gott starf árin á undan.
Liverpool á leik gegn Chelsea á morgun og mætir svo Arsenal um næstu helgi.