fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Segir Davíð ekki hafa getað leynt þórðar­gleði sinni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 11:30

Hanna Katrín Friðriksson gerir viðbrögð Davíðs Oddssonar að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisnar, segir að Davíð Odds­son, rit­stjóri Morgun­blaðsins, hafi ekki getað leynt þórðar­gleði sinni eftir að til­kynnt var á föstu­dag að út­gáfu Frétta­blaðsins yrði hætt og út­sendingar Hring­brautar myndu stöðvast.

Hanna gerir þetta og stöðu fjöl­miðla að um­tals­efni í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Hún segir að við­brögðin við þessum risa­stóru tíðindum hafa verið alls­konar. Al­gengustu við­brögðin hafi verið á þá leið að um sé að ræða högg fyrir fjöl­miðlun á Ís­landi og slæm tíðindi fyrir lýð­ræðis­legt sam­fé­lag.

„Svo eru það þeir sem hemja ekki þórðar­gleði sína líkt og rit­stjóri Morgun­blaðsins í Reykja­víkur­bréfi helgarinnar. Lík­lega er það þó frekar gamli stjórn­mála­foringinn sem fagnar af­drifum þessa frjáls­lynda, al­þjóða­sinnaða og hóf­sama miðils en rit­stjórinn sem gleðst yfir því að sam­keppnin verður minni á fjöl­miðla­markaði,“ segir Hanna en í Reykja­víkur­bréfi sínu sagðist Davíð í fyrstu hafa talið að búið væri að loka fyrir um­ferð um Hring­braut en ekki sjón­varps­stöðinni. Kvaðst hann hafa óttast að komast ekki í vinnuna á raf­magns­bílnum sínum af þeim sökum. Hann hnýtti svo í Frétta­blaðið í bréfi sínu og virtist sýna erfiðu rekstrar­um­hverfi fjöl­miðla hér á landi lítinn skilning.Hanna er þeirrar skoðunar að það sé ekki fjöldi keppi­nauta á markaði sem eru að fara illa með fjöl­miðlana þótt vissu­lega skipti hann máli. Það sé miklu frekar um­gjörðin sem er biluð.

„Þegar bilaða um­gjörðin er rædd stoppa flestir við þá stað­reynd að ríki­smiðillinn RÚV er að keppa við einka­miðla á aug­lýsinga­markaði, auk þess að geta gengið að tryggum greiðslum úr ríkis­sjóði. Þar er vissu­lega skakkt gefið,“ segir Hanna sem óttast þó af­leiðingar þess ef leggja á blátt bann við því að RÚV afli sér tekna með aug­lýsingum.

„Fjöl­miðlar eiga að veita vald­höfum að­hald, það er brýnasta verk­efni þeirra. Þess vegna er hroll­vekjandi að fylgjast með kerfis­bundnum upp­hrópunum úr hópi þeirra sem lengst hafa ráðið för í ís­lensku sam­fé­lagi um hömlu­lausan á­róður frétta­stofu RÚV og ætlaða mis­beitingu miðilsins. Kannanir hafa þó sýnt að þjóðin treystir þessum fjöl­miðli sínum vel. Staðan er ó­við­unandi. Ráð­herra mála­flokksins, Lilja D. Al­freðs­dóttir, er ekki öfunds­verð af því að ná sam­stöðu um að­gerðir og það mun taka tímann sinn ef marka má reynsluna,“ segir Hanna og bætir við að þangað til þurfum við mála­miðlanir, til dæmis drífa í því að skatt­leggja aug­lýsinga­tekjur er­lendra net­miðla hér á landi.

„Hætta þeim tví­skinnungi að banna ís­lenskum miðlum að birta á­fengis­aug­lýsingar, enda berast þær Ís­lendingum dag­lega eftir öðrum leiðum. Og það þarf að setja RÚV ein­hverjar hömlur til að draga úr yfir­burða­stöðu fjöl­miðilsins á aug­lýsinga­markaði. Erfitt rekstrar­um­hverfi einka­rekinna fjöl­miðla er sannar­lega ekki sér­ís­lenskt fyrir­bæri. Við erum hins vegar í annarri stöðu en önnur stærri sam­fé­lög. Við­kvæmari en einnig í betra færi til að bæta úr. Verk­efnið er að ná sam­stöðu um þær breytingar á fjöl­miðla­markaði sem jafna sam­keppnis­stöðu fjöl­miðla. Þegar þær liggja fyrir höfum við betri sýn á það hver þörfin á sér­stökum ríkis­styrkjum til einka­rekinna fjöl­miðla er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin