fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Wagnerliði sneri heim eftir dvöl í Úkraínu – Grunaður um morð nokkrum dögum eftir heimkomuna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2023 04:11

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2020 var Ivan Rossomakhin dæmdur í 10 ára fangelsi af rússneskum dómstól fyrir morð. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann var dæmdur til fangelsisvistar. Á síðasta ári var honum sleppt úr fangelsi eftir að hann gekk til liðs við málaliðafyrirtækið Wagner sem berst með rússneska hernum í Úkraínu.

Hann komst lifandi í gegnum sex mánuði á vígvellinum í Úkraínu og fékk sakaruppgjöf að þeim loknum og sneri heim til Rússlands nýlega þegar sakaruppgjöfin var komin í hús.

Nú er Rossomakhin í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa myrt gamla konu nokkrum dögum eftir að hann sneri heim.

CNN segir að Rossomakhin hafi farið til heimabæjar síns, Novyj Burets í Kirov-héraðinu, eftir að hann fékk sakaruppgjöfina. Íbúar þar segja að hann hafi varla verið kominn heim þegar vandræði, tengd honum, hófust. Hann var handtekinn fimm dögum eftir heimkomuna eftir að hafa haft í hótunum við fólk.

Vegna vandræðanna, sem tengdust honum, var boðað til íbúafundar í ráðhúsi bæjarins á mánudag í síðustu viku. Þar sagði einn fundargesta að Rossomakhin hafi sést með heykvísl, exi og hníf og hafi haft í hótunum um að drepa alla.

Vadim Varankin, lögreglustjóri, sagði á fundinum að Rossomakhin væri þekktur vandræðagemsi og að tekið yrði á málum hans. En áður en það gerðist var gömul kona myrt í bænum. Böndin bárust fljótt að Rossomakhin, sem var handtekinn grunaður um morðið.

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner, hefur tjáð sig um málið og sagði hann að fyrirtækið sé reiðubúið til að aðstoða lögregluna við málið. Hann sagði að láta verði Wagner vita ef fyrrum fangar, liðsmenn Wagner, sýni af sér árásargirni eða aðra aðfinnsluverða hegðun. Þá verði hópur frá Wagner sendur til að sækja viðkomandi og flytja aftur í fremstu víglínu í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans