fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Létt og frísk mangóterta páskatertan í ár

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 2. apríl 2023 18:30

Albert Eiríksson er kominn með páskatertuna í ár sem er að betra gerðinni, frísk og létt mangóterta sem gleður og kemur með vorið. MYND/ALBERT EIRÍKS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri með meiru hefur það fyrir hefð að vera ávallt með páskatertu og nú hefur hann frumsýnt páskatertuna sína í ár. „Bjartur litur og ferskt bragð eru góð leið til að fagna vorinu og gefa veislunni ofurlítið suðrænan blæ. Ætli megi ekki tala um sólríkt bragð af þessari mangótertu, enda er hún vinsæl hjá öllum, sem eru hrifnir af ístertum. Þetta er hollur eftirréttur eða kaffimeðlæti sem ekki þarf að baka, gott að bera hana fram hálf frosna, má ekki vera harðfrosin og ekki þiðin. Ljúffeng og fersk mangóterta,“ segir Albert og er farinn að hlakka til páskanna og kræsingana sem þeim fylgir. Hægt er að fylgjast með matarblogginu hans Alberts á síðunni hans Albert eldar.

Mangóterta – létt og frískandi
Botn

1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 10-15 mín)
1 bolli möndlur
1/2 bolli döðlur
1/4 tsk. sjávarsalt.

Fylling

2 stór þroskuð mangó, afhýdd og skorin í teninga
1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 10-15 mín)
3/4 bolli kókosrjómi
1/2 bolli kókosolía, brætt
1 msk hlynsíróp
Safi úr 1 sítrónu
1 tsk. vanilla.

Botn

Hellið vatninu af kasjúhnetum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt möndlum, döðlum og salti og maukið.
Þrýstið deiginu í botninn á springformi. Setjið mangó í matvinnsluvél ásamt kasjúhnetum (hellið vatninu af þeim), kókosrjóma, kókosolíu, sírópi, sítrónusafa og vanillu. Maukið þar til verður slétt og rjómakennt. Hellið fyllingunni yfir botninn og sléttið. Kælið kökuna í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Eða frystið hana og berið fram hálffrosna.

Njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum