fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Hverjar voru raddirnar að baki þekktum teiknimyndapersónum?

Fókus
Laugardaginn 1. apríl 2023 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegu uppistandi sínu hefndi grínistinn og leikarinn Chris Rock sig rækilega á Will Smith eftir löðrunginn á Óskarsverðlaununum í fyrra.

Nefndi hann meðal annars stærðarmun þeirra sem leiddi til óíkra hlutverka, jafnvel við talsetningar kvikmynda. 

Sem leiðir hugann að því hversu auðvelt eða erfitt er að átta sig á hver er tala inn á vinsælar teiknimyndir. Og sumt kemur meira á óvart en annað.

Shark Tale

Eins og Chris Rock réttilega benti á, talaði Will Smith inn á mynd um hákarla, Shark Tale. En karakter hans var aftur á móti ekki stórhættulegur hákarl heldur krílið Oscar, óttaleg gunga sem reyndist þó á endanum hugrakkur vinur vina sinna.

Madagascar

Chris Rock var aftur á móti rödd sebrahestsins Marty í hinni afar vinsælu Madagaskar. Þótti hann fara á kostum sem hinn sérvitri Marty, sem er afar annt um að óskilamuni í dýragarðinum.

Frozen

Árið 2013 sló Frozen rækilega í gegn og þráðu litlar telpur víða um heim fátt meira en að vera Elsa eða Anna.

Rödd Elsu var leikkonunnar Idina Menzen, sem ekki margir þekkja úr kvikmyndaheiminum en er aftur á móti stórstjarna á sviði og hefur leikið aðalhlutverk í fjölda verka á Broadway, ekki síst í söngleikjum.

Það sem gerir Idina Menzen sérstaka er að hún syngur sjálf hið margverðlaunaða lag, Let It Go, og er það í eina skiptið sem leikari í aðalhlutverki teiknimyndar hefur einnig sungið titillagið. Lagið varð gríðarlega vinsælt og náði toppsæti vinsældalista víða um heim.

Who Framed Roger Rabbit

Myndin var gerð árið 1988 og var miklil nýlunda á sínum tíma enda blanda leikinnar myndar og teiknimyndar. Enn þann dag í dag hefur Jessica Rabbit orð á sér fyrir að vera kynþokkafyllsta teiknimyndapersóna allra tíma.

Það þarf ekki annað en að slá nafni inn á YouTube til að finna viðtöl við fólk sem hefur eytt ævinni í að ná útliti hennar, jafnvel með öfgakenndum lýtaaðgerðum. Eitt af því sem á stóran þátt í hversu sexý Jessica er alltaf talin, röddin.

Það var leikkonan Kathleen Turner sem láði Jessicu rödd sína. Kathleen var gríðarlega eftirsótt leikkona á sínum tíma og lék oft tálkvendi og þótti því henta afar vel í hlutverki Jessicu.  Hún lék jafnt í gamanmyndum og dramatískari myndum auk þess að koma fram í sjónvarpsþáttum.

Eflaust muna margir Friends aðdáendur eftir henni sem pabba Chandler, þar sem Turner fór á kostum.

Tarzan

Leikkonan Glen Close er mörgum þeim sem eru eldri en tvævetur enn í minni sem hin stórhættulegi eltihrellir Alex Forrest sem var ákveðin í að ná í Dan Gallagher, leikinn af Michael Douglas. Til að leggja áherslu á mál sitt sauð hún kanínu fjölskyldunnar sem bjó til nýtt orð í enskri tungu yfir brjálaða eltihrella; Bunnyboiler.

Hún var einnig býsna andstyggileg sem Cruella De Vil í teiknimyndinni 101 Dalmatians, kvendið sem dreymdi um pelsa úr hvolpum.

En Close á sér aðra hlið og var til að mynda Karla í teiknimyndinni um Tarsan, sem apinn sem gengur Tarsan í móðurstað og veitir honum alla sína ást og hlýju.

Pocahontas

Leikarinn Christian Bale er best þekktur fyrir hlutverk sem kalla má í dekkri kantinum. Hann er hvað best þekktur fyrir leik sinn í Batman myndunum en lék einnig til að mynda hinn viðbjóðslega bankastarfsmann og fjöldamorðingja Patrick Bateman í myndinni American Psycho.

Sú var það svakaleg að það kom fyrir að það leið yfir fólk eða það kastaði upp í kvikmyndahúsum.

En hann hefur sýnt á sér viðkvæmari hliðar, til dæmis í hlutverki Thomas í teiknimyndinni Pocahontas.

Þar leikur hann besta vin hinnar stóru ástar í lífi Pocahontas, John Smith, mann sem stendur við hlið vinar síns í gegnum þykkt og þunnt.

The Lion King

Eitt eftirlæti margra í hinni ofurvinsælu teiknimynd The Lion King sem  hinn afar ferkantaði ráðgjafi konungs. Zazu. Zazu er afar hliðhollur röð og reglu en ekki alltaf tekinn alvarlega, honum til mikils hugarangurs.

Sagt er að aðeins einn leikari hafi komið til greina sem Zazu og skemmti sá sér hinn sami prýðilega við móta hin góðhjartaðan en fremur leiðinlega ráðgjafa.

Og það var enginn annar en Rowan Atkinson, alltaf þekktur betur sem Mr Bean.

Ellen DeGeneres reveals how she got the part of Dory.Finding Nemo

Í dag er búið að slaufa gamanleikkonunni og þáttastjórnandanum Ellen DeGeneres eftir að starfsmenn í samnefndum sjónvarpsþætti stigu fram og sögðu frá illri meðferð af hendi stjörnunnar. Í ofanálg stigu fram nokkrir gestir þáttar hennar og sögðu hana hafa niðurlægt sig.

En sú var tíðin að allir elskuðu Ellen og ruku vinsældir hennar enn frekar upp þegar hún raddaði hinar elskulegu en afar gleymnu Dory í hinni gríðarlega vinsælu teiknimynd, Finding Nemo.

Og þrátt fyrir allt er vart hægt að segja annað en að hún hafi átt stóran þátt í vinsældum myndarinnar með túlkun sinni á Dory.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna