fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Klopp súr á svip eftir tapið: ,,Fyrir utan það er ekkert gott um leikinn að segja“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 14:02

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var súr á svip í dag eftir leik liðsins við Manchester City.

Liverpool tapaði 4-1 gegn Englandsmeisturunum í dag eftir að hafa komist yfir. Liðið var á afturfótunum eftir opnunarmark Mohamed Salah.

Klopp bjóst við að Man City myndi mæta sterkt til leiks í dag en var afskaplega óánægður með mörkin í síðari hálfleik.

Man City skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik og náði Liverpool aldrei að ógna almennilega né svara.

,,Við sáum það sem við bjuggumst við, Manchester City var mun sterkari í fyrri hálfleik, þeir voru skipulagðir en við gerðum þeim erfitt fyrir og skoruðum frábært mark,“ sagði Klopp.

,,Það sem gerðist í seinni hálfleik gerðist en á ekki að gerast. Eftir það vorum við svo opnir og þeir gátu gert það sem þeir vildu og við þurftum að elta, við vorum heppnir að þeir gerðu það ekki enn frekar. Fyrir utan það er ekkert gott um leikinn að segja, þetta er leikur sem við þurfum að nota til að læra hvað má ekki gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands