Enska úrvalsdeildin hefur hafnað tilboði Box To Box Films sem vildi fá að gera þáttaraðir um það sem gerist á bakvið tjöldin í vinsælustu deild heims.
Box To Box Films hafði verið í viðræðum við ensku deildina um að framleiða svoleiðis þáttaraðir en ekkert verður úr þeim.
Þættirnir hefðu svipað til ‘Formula 1: Drive to Survive’ þar sem kíkt var á bakvið tjöldin í þeirri íþrótt en Netflix framleiddi þá.
Samkvæmt Times hefðu ensk úrvalsdeildarfélög grætt fimm milljónir punda fyrir hvert tímabil sem er ansi há upphæð.
Í þáttunum hefði verið rætt við bæði leikmenn og stjóra deildarinnar og voru margir vongóðir um að samkomulagi yrði náð.
Af einhverjum ástæðum náðust samningar ekki og þarf Box To Box Films að leita annað fyrir slíkt verkefni.