Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádí Arabíu, er staddur á Spáni þessa stundina, i höfuðborginni Madríd.
Ronaldo var nýlega í landsleikjaverkefni með Portúgal og kíkti til Madríd þar sem hann gerði garðinn frægan sem leikmaður.
Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid og er gríðarlega vinsæll á meðal fólks í borginni.
Það sást er Ronaldo fór út að borða með kærustu sinni, Georgina Rodriguez, en gríðarlega margar myndavélar fóru á loft.
Ronaldo keyrði lúxusbifreið sína ‘supercharged Bugatti’ en aðeins tíu eintök eru til í öllum heiminum.
Portúgalinn hafði lítinn tíma fyrir aðdáendur en eins og má sjá hér fyrir neðan þá vantaði ekki upp á athyglina.
View this post on Instagram