Gary Neville og Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmenn Manchester United, ræddu málin í þættinum The Overlap sem er í umsjón þess fyrrnefnda.
Neville viðurkennir þar að Hollendingurinn hafi verið eini leikmaðurinn sem var nálægt því að kýla sig á ferlinum.
Leikmennirnir rifust heiftarlega eftir leik við Middlesbrough á útivelli sem endaði með því að Van Nistelrooy var nálægt því að ráðast á Englendinginn.
Svona gengu samræðurnar fyrir sig:
Neville: ,,Manstu eftir Middlesbrough leiknum á útivelli? Þú ert eini leikmaðurinn sem var nálægt því að kýla mig eftir lokaflautið.“
Van Nistelrooy: ,,Já, ég man eftir þessum leik, þú lést mig heyra það og það réttilega.“
Neville: ,,Hafði ég rétt fyrir mér?“
Van Nistelrooy: ,,Já, þú hafðir rétt fyrir þér. Ég gerði ekki mikið í þessum leik og þú varst ekki sáttur með mig.“
Neville: ,,Ég var með boltann í hægri bakverði og ég þurfti þessa… Hreyfingu frá þér.“
Van Nistelrooy: ,,Ég gerði það ekki því ég var með bólgu í stóru tánni. Hún var svo rauð og bólgin. Ég klæddist inniskóm á leiðinni í leikinn og fór svo í takkaskóna stuttu fyrir leik. Ég gat ekki hreyft mig.“
Neville: ,,Nú vorkenni ég þér!“