Fjölmiðla- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó í þetta skipti. Hann var í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþróttafrétta á Torgi.
Ný þjóðarhöll- og leikvangur var enn einu sinni til umræðu í vikunni og er ekki útlit fyrir að við sjáum slíkt á næstunni.
„Er ekki kominn tími á eitthvað einkaframtak? Að Kópavogur eða Garðabær byggi völl þar sem er þjónusta eða verslunarmiðstöð,“ segir Hörður.
Máni tók í sama streng.
„Það væri betra ef meginþorrinn af þessu öllu væri einkarekinn. Þá þyrftum við ekki alltaf að vera samfélagið þar sem skattgreiðendur borga fyrir þetta.“
Umræðan í heild er hér að neðan.