Fjölmiðla- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó í þetta skipti. Hann var í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþróttafrétta á Torgi.
Máni vill meira pepp fyrir Íslandsmótinu í fótbolta í sumar.
„Félögin þurfa svolítið að rífa sig í gang. Ef ég færi þetta yfir í músikgeirann, það gengi ekkert fyrir mig að vera með gigg með Frikka (Dór) og Jóni (Jónssyni) í 300 manna sal og það myndu mæta 100 manns. Þetta myndi ekki virka þannig.
Þú þarft að mynda einhverja stemningu og gefa út skemmtilegt efni ef þú ætlar að fá fólk á völlinn.“
Máni bendir á að það þurfi að vera gulrót til að mæta á völlinn.
„Ef leikurinn er leiðinlegur viltu allavega vera með félögunum. Þið getið talað saman, fengið ykkur einn eða hvað sem þið eruð að gera. Upplifunin af því að koma á völlinn þarf að vera svolítið eftirminnileg.“
Umræðuna má heyra hér að neðan.