Arnar Þór Viðarsson var í gær rekinn úr starfi landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ segir að hún og stjórn KSÍ hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar væri rétti maðurinn í starfið.
Starfslok Arnars eru að vekja mikla athygli úti í heimi og eru greint frá tíðindunum í fjölmiðlum víða í Evrópu. Er því helst slegið upp í fyrirsögn í þeim miðlum að Arnar hafi verið rekinn eftir 7-0 sigur í síðasta leik sínum með liðið.
Er þar vitnað í annan leik Íslands í undankeppni EM en síðasta landsliðsverkefni liðsins snerist í kringum fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppninni.
Sá fyrri tapaðist nokkuð örugglega gegn Bosníu & Herzegovinu og virðist sem svo að kornið sem fyllti mælinn fyrir stjórn KSÍ hafi komið þar.
Portúgalski miðillinn SIC Notícias greinir Ísland hafi rekið landsliðsþjálfara sinn, þremur mánuðum áður en liðið spilar á móti Portúgal.
Ísland og Portúgal eru saman í riðli í undankeppninni og mætast liðin þann 20. júní næstkomandi á Laugardalsvelli.
Portugal defronta a Islândia a 20 de junho e esta quinta-feira a Federação de Futebol da Islândia anuciou o afastamento de Arnar Vidarsson. Saiba porquê. https://t.co/Dh2DfqA5Y5
— SIC Notícias (@SICNoticias) March 30, 2023
Þá er vel fylgst með málum íslenska landsliðsins í nágrannalöndum Íslands
Fotbollskanalen greinir frá því að Arnar Viðarsson hafi fengið ,,sparkið“ þrátt fyrir 7-0 sigur.
Officiellt: Island sparkar Vidarsson – trots 7-0-seger.https://t.co/fl3vlgadke pic.twitter.com/0h20A6zuYX
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) March 30, 2023
Þá er málið einnig tekið fyrir á NRK, ríkisfjölmiðli Noregs, og er þar vitnað í yfirlýsingu KSÍ varðandi starfslok Arnars. Sama er gert á danska knattspyrnuvefmiðlinum Bold.dk.
Arnar Þór hefur mikla tengingu við Belgíu frá atvinnumannaferli sínum sem leikmaður sem og seinna meir þjálfari. Arnar var á sínum tíma á mála hjá Cercle Brugge sem leikmaður og seinna meir þjálfari.
Þá var hann einnig í þjálfarateymi Lokeren og á einum tímapunkti bráðabirgðastjóri liðsins.
Fréttirnar af starfslokum hans fara því ekki fram hjá fjölmiðlum í Belgíu. Nieuwsblad greinir frá því að gamalkunnugt andlit, Arnar Þór Viðarsson, hafi verið sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Íslands.
Oude bekende Arnar Vidarsson moet ondanks 7-0-winst in EK-kwalificatiecampagne opkrassen als bondscoach van IJsland https://t.co/Dgef68OMTy pic.twitter.com/to7qeGdSZ4
— Nieuwsblad Sport (@nieuwsbladsport) March 30, 2023
Þá er alþjóðlega fréttaveitan Reuters með puttann á púlsinum
Arnar Vidarsson has left his position as coach of Iceland's national team, the Football Association of Iceland (KSI) said on Thursday. https://t.co/tMOHSFUzuU
— Reuters Sports (@ReutersSports) March 30, 2023