fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Greenwood vill snúa aftur sem fyrst

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. mars 2023 09:30

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood vill snúa aftur á völlinn með Manchester United sem fyrst. Félagið hefur hins vegar sagt honum að það verði ekki fyrr en á næstu leiktíð í fyrsta lagi.

Mál gegn honum voru látin niður falla fyrr í vetur er sneru að meintu ofbeldi gegn kærustu sinni, Harriet Robson.

United skoðar nú málið innan sinna raða og hvort að endurkomuleið sé fyrir Greenwood.

Greenwood hefur ekki leikið með United síðan í janúar í fyrra en ekki er útilokað að hann snúi aftur á völlinn. Hann vill að það gerist sem fyrst en verður hins vegar að bíða þar til eftir sumarið hið minnsta.

Félagið ætlar að taka sér tíma í að taka ákvörðun um framtíð Greenwood, en sóknarmaðurinn hefur verið orðaður við félög í Tyrklandi.

Á bak við tjöldin eru mjög skiptar skoðanir um það hvort Greenwood eigi að fá að snúa aftur á völlinn með United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski bikarinn: Liverpool úr leik eftir mjög óvænt tap

Enski bikarinn: Liverpool úr leik eftir mjög óvænt tap
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Antony pirraður út í liðsfélagana eftir leikinn í gær

Antony pirraður út í liðsfélagana eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Klopp vekja athygli: Stóð við stóru orðin – ,,Fjögur ár í viðbót“

Gömul ummæli Klopp vekja athygli: Stóð við stóru orðin – ,,Fjögur ár í viðbót“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“
433Sport
Í gær

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega
433Sport
Í gær

Telur að Guardiola sé að kveðja

Telur að Guardiola sé að kveðja