Manchester City er sagt horfa til Þýskalands ef félagið missir Erling Haalands fyrr en búist var við.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Haaland sé mögulega á förum frá félaginu 2024 og að Real Madrid sé áfangastaðurinn.
FootballTransfers segist hafa heimildir fyrir því að Man City sé nú þegar að skoða eftirmann Haaland og spilar hann í Þýskalandi.
Haaland lék þar áður en hann kom til Englands en hann raðaði inn mörkum fyrir Borussia Dortmund.
Leikmaðurinn sem á að taka við af Haaland er einnig hjá Dortmund og er það hinn 18 ára gamli Youssoufa Moukoko.
Moukoko er einn allra efnilegasti leikmaður heims og myndi henta leikstíl Pep Guardiola hjá Man City virkilega vel.
Í fréttinni er tekið fram að njósnarar Man City hafi fylgst með Moukoko í meira en ár og munu taka skrefið þegar tíminn kemur.