Sunderland hefur sett til hliðar framherjann Jack Diamond þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot.
Hinn 24 ára gamli Diamond var handtekinn í maí í fyrra en hefur leikið hjá Lincoln City á leiktíðinni á láni frá Sunderland. Nú hefur Limcoln rift samningi hans.
Lögregla hefur undanfarna mánuði rannsakað mál Diamond og nú hefur verið ákveðið að ákæra hann fyrir eina nauðgun og eitt kynferðisbrot.
„Sunderland AFC hefur fengið veður af ákærum á hendur Jack Diamond. Hann hefur verið settur til hliðar á meðan mál hans fer fyrir dóm,“ segir í yfirlýsingu Sunderland.
Sunderland er í ensku B-deildinni og situr þar í 11. sæti.