Þetta hefur Fréttablaðið eftir Sunnu Dóru Möller, presti, í umfjöllun um málið í dag.
Það var 2021 sem sex konur, þar á meðal Sunna, sökuðu Gunnar um einelti, kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni.
Óháð teymi þjóðkirkjunnar staðfesti í lok síðasta árs að Gunnar hefði gerst sekur um tíu brot. Átta þeirra varða einelti og tvö kynbundið ofbeldi og orðbundna kynferðislega áreitni. Fær Gunnar ekki að snúa aftur til starfa.
„Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl við annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu sem vísar þarna til Valgerðar Snæland Jónsdóttur, formanns sóknarnefndar kirkjunnar.