fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. mars 2023 06:50

Frá aðalverslunargötunni á Gíbraltar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir tæplega 30.000 íbúar Gíbraltar eru nú fastir í harðri deilu Breta og Spánverja um hver eigi að sinna vegabréfaeftirliti á flugvellinum og höfninni í þessari litlu bresku nýlendu.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmlega eitt ár án þess að niðurstaða hafi fengist. Þetta getur haft miklar afleiðingar fyrir efnahag nýlendunnar, bæði fyrirtæki og íbúa.

Gíbraltar var eitt af stóru málunum í samningaviðræðunum um útgöngu Breta úr ESB og lokasamningur hefur ekki náðst. Bráðabirgðasamningur er í gildi.

Þegar Bretar yfirgáfu ESB 2020 stóðu íbúar Gíbraltar í raun frammi fyrir því að dregið yrði úr möguleikum þeirra til þess að fara óhindrað yfir landamærin til Spánar. En samningur sem Bretar og Spánverjar gerðu 2020 hefur fram að þessu komið í veg fyrir að umfangsmikið landamæraeftirlits sé viðhaft í höfninni, á flugvellinum og við landamæri Spánar og Gíbraltar.

Markmið núverandi viðræðna er að Gíbraltar verði fastur hluti af hinu landamæralausa Schengensvæði. Það hefur þá í för með sér að flugvöllurinn þar og höfnin verða hluti af ytri landamærum Schengen. Ágreiningur Breta og Spánverja er um hver eigi að sinna gæslu á þessum landamærum.

Financial Times segir að Spánverjar krefjist þess að spænska lögreglan sjái um vegabréfaeftirlit á flugvellinum á Gíbraltar sem og í höfninni. Bretar hafna þessu með öllu og segja að ekki komi til greina að spænskir embættismenn starfi á bresku landsvæði.

Þessar deilur eru angi af aldagömlum deilum ríkjanna um yfirráð yfir Gíbraltar en Bretar hafa verið með svæðið á sínu valdi síðan 1713.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans