Randal Kolo Muani hjá Frankfurt er ansi eftirsóttur leikmaður. Það er þó ólíklegt að hann skipti um félag í sumar.
Kolo Muani er 24 ára gamall Frakki sem hefur farið á kostum á leiktíðinni. Hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp 12 í 24 leikjum.
Þá steig sóknarmaðurinn sín fyrstu skref með franska landsliðinu á HM fyrir áramót. Þar var hann nálægt því að tryggja Frökkum sigurinn í úrslitaleiknum gegn Argentínu, en Emi Martinez varði meistaralega frá honum undir lok framlengingar.
Stærri félög en Frankfurt vilja fá Kolo Muani en það eru nær engar líkur á að hann fari í sumar. Til þess að það gerist þarf stjarnfræðilega hátt tilboð að berast í hann.
Hins vegar mun félagið íhuga að selja Kolo Muani sumarið 2024, eftir Evrópumótið.
Kolo Muani getur spilað allar stöður fremst á vellinum.
Eintracht Frankfurt position on Randal Kolo Muani has always been clear: they hope to keep the player at least for one more season and possibly sell him in 2024 after the Euros. 🔴⭐️ #transfers
This could change in case of crazy bid — ‘normal’ proposals won’t be considered. pic.twitter.com/cKxxBouqaQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2023