Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United skilaði hagnaði upp á 6,3 milljónir punda á síðasta ársfjórðungi 2022. Þá jukust auglýsingatekjur félagsins á milli á ársfjórðunga um rúmar 14 milljónir punda og stóðu í tæpum 79 milljónum.
Frá þessu greinir The Athletic en eigendur Manchester United, Glazer fjölskyldan greiddu sér ekki arð líkt og hefur oft verið raunin frá árinu 2016 en á því tímabili hefur fjölskyldan greitt sér yfir 150 milljónir punda arð.
Í ársfjórðungsuppgjöri Manchester United er einnig greint frá því að félagið ætli sér að greiða upp rúma 200 milljóna punda skuld fyrir 30. júní síðar á þessu ár.