fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Arnar Þór Viðarsson rekinn sem landsliðsþjálfari

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 16:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur tekið ákvörðun um að leysa Arnar Þór Viðarsson frá störfum sem þjálfara A landsliðs karla og mun nú hefja leit að eftirmanni hans.

„Stjórnin metur þetta nauðsynlegt skref með hagsmuni liðsins í huga og möguleikann á að ná þeim árangri sem þarf til að koma liðinu aftur í fremstu röð,“ segir á vef KSÍ.

„Þetta er auðvitað erfið ákvörðun en við teljum hana nauðsynlega og rétta með hagsmuni liðsins að leiðarljósi. Arnar hefur gert margt gott hérna hjá KSÍ og á hrós skilið fyrir sitt starf sem var oft unnið í krefjandi aðstæðum. Nú förum við beint í að finna eftirmann hans til þess að hefja undirbúning fyrir næstu leiki liðsins sem fram fara í sumar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.

Stjórn KSÍ vill koma á framfæri þökkum til Arnars Þórs fyrir hans störf og óskar honum alls hins besta.

Arnar Þór hafði stýrt landsliðinu í rúm tvö ár en ýmsu gekk á meðan hann var í starfinu. Arnar stýrði liðinu í tveimur leikjum gegn Bosníu og Liechtenstein í síðustu viku, tapaðist leikurinn í Bosníu illa en gegn Liechtenstein vann liðið sinn stærsta sigur í sögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart
433Sport
Í gær

Ítalskir blaðamenn á einu máli um Walker

Ítalskir blaðamenn á einu máli um Walker
433Sport
Í gær

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli