David Raya markvörður Brentford er nú sterklega orðaður við Manchester United en hann hefur hafnað nýjum samningi hjá Brentford.
Vitað er að Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur áhuga á að skoða markvarðarstöðuna en félagið ræðir þó við David de Gea um nýjan samning.
Líklegt er talið að Ten Hag setji sóknarmann efst á óskalistann og er Harry Kane framherji Tottenham þar efstur á blaði.
Ensk blöð nefna Gavi miðjumann Barcelona til sögunnar en samningamál hans á Spáni hafa verið til umræðu.
Ensk blöð velta því fyrir sér hvernig byrjunarlið United gæti litið út á næsta tímabili.