David de Gea markvörður Manchester United hefur hafnað nýju tilboði frá Manchester United en samningur hans er á enda í sumar. The Athletic segir frá.
Viðræður munu þó halda áfram samkvæmt fréttunum.
United hefur áhuga á að framlengja samning sinn við De Gea en vitað er að spænski markvörðurinn þarf að taka á sig launalækkun.
De Gea er með 375 þúsund pund í laun á viku og er launahæsti leikmaður félagsins.
De Gea er 32 ára gamall en hann kom til United árið 2011 og hefur spilað meira en 500 leiki fyrir félagið.
De Gea skrifaði undir núverandi samning árið 2019 en þá hafði Alexis Sanchez gengið í raðir félagsins og fengið 400 þúsund pund á viku.
De Gea var þá einn besti leikmaður United og var í góðri stöðu til að semja við Ed Woodward stjórnarformann félagsins á þeim tíma.