Liverpool hefur látið vita fa áhuga sínum á varnarmanninum, Evan Ndicka sem er samningslaus hjá Eintracht Frankfurt í sumar.
Ndicka er 23 ára gamall franskur varnarmaður sem hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína í Þýskalandi.
Ndicka hefur spilað fyrir öll yngri landslið Frakklands en vitað er að Jurgen Klopp vill styrkja varnarlínu sína í sumar.
Ndicka er á mála hjá Auxerre áður en hann gekk í raðir Frankfurt þar sem hann hefur blómstrað.
Virgil van Dijk hefur vantað að mynda par með einhverjum en Joel Matip og Joe Gomez hafa átt í vandræðum með að halda heilsu og sömu sögu er að segja af Ibrahima Konate.