Erik ten Hag stjóri Manchester United ætlar að hreinsa til í hópnum sínum í sumar en ESPN fjallar um málið.
Hollenski stjórinn virðist vera byrjaður að teikna upp planið sitt og þar segir að fjórir varnarmenn geti farið frá félaginu.
Tveir af þeim eru samningslausir en hvorugur hefur spilað undir stjórn Ten Hag, um er að ræða Phil Jones og Axel Tuanzebe.
Þá segir í frétt ESPN að Eric Bailly og Alex Telles verði báðir til sölu í sumar, báðir hafa verið á láni á þessu tímabili.
Bailly hefur verið hjá Marseille í Frakklandi og hefur félagið forkaupsrétt á honum en Telles hefur verið á láni hjá Sevilla.
Þá segir í fréttum að Anthony Elanga og Brandon Williams geti báðir farið á láni á næsta ári.