Kai Havertz, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi verið steinhissa þegar Jorginho yfirgaf félagið og hélt til Arsenal.
Vegna meiðslavandræða á miðjunni fékk Arsenal Jorginho til liðs við sig. Skytturnar höfðu reynt að fá Moises Caicedo frá Brighton en það tókst ekki.
Ítalski miðjumaðurinn kostaði Arsenal 12 milljónir punda, en samningur hans við Chelsea var að renna út í sumar.
„Ég spilaði með Jorginho í tvö og hálft ár. Ég elskaði að spila með honum,“ segir Havertz.
Jorginho lét Þjóðverjann vita símleiðis að hann væri að fara yfir til Arsenal.
„Svo hringir hann í mig eitt kvöldið og segir: Ég er farinn. Ég hugsaði: Hvað? Hvernig getur þetta gerst?.
Svona eru hlutirnir fljótir að breytast. Þú verður að samþykkja það. Svona er fótboltinn.“