fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Var steinhissa eftir símtal frá félaga sínum – „Hvernig getur þetta gerst?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kai Havertz, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi verið steinhissa þegar Jorginho yfirgaf félagið og hélt til Arsenal.

Vegna meiðslavandræða á miðjunni fékk Arsenal Jorginho til liðs við sig. Skytturnar höfðu reynt að fá Moises Caicedo frá Brighton en það tókst ekki.

Ítalski miðjumaðurinn kostaði Arsenal 12 milljónir punda, en samningur hans við Chelsea var að renna út í sumar.

„Ég spilaði með Jorginho í tvö og hálft ár. Ég elskaði að spila með honum,“ segir Havertz.

Mynd/Getty

Jorginho lét Þjóðverjann vita símleiðis að hann væri að fara yfir til Arsenal.

„Svo hringir hann í mig eitt kvöldið og segir: Ég er farinn. Ég hugsaði: Hvað? Hvernig getur þetta gerst?.

Svona eru hlutirnir fljótir að breytast. Þú verður að samþykkja það. Svona er fótboltinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvissunni loks lokið

Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli