Olivier Giroud mun hitta stjórn AC Milan í dag og ræða nýjan samning.
Núgildandi samningur Giroud við Milan rennur út í sumar.
Framherjinn vill hins vegar vera áfram og þá er vilji hjá Milan fyrir að halda honum.
Það má því búast við að aðilarnir nái saman.
Giroud er orðinn 36 ára gamall en er þó hvergi nærri hættur. Á þessari leiktíð hefur Frakkinn skorað átta mörk í 24 leikjum í Serie A.
Hann var áður hjá Chelsea og Arsenal, þar sem hann reyndist drjúgur.
Olivier Giroud’s agents are meeting with AC Milan board today in Milano in order to complete the agreement on the new contract 🔴🇫🇷 @SkySport #ACMilan
Giroud’s deal expires in June but both parties want to continue together. pic.twitter.com/Tsw0hRTWl0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2023