Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa verið teknir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar og eru fyrstu knattspyrnustjórarnir til þess.
Wenger gerði Arsenal þrisvar að Englandsmeisturum en Ferguson tókst það þrettán sinnum með Manchester United. Sá síðarnefndi er jafnframt sá sigursælasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
„Ég er himinlifandi með að vera tekinn inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. Það er heiður þegar að maður fær viðurkenningu á borð við þessa. Hins vegar stend ég ekki einn að baki þeim árangri sem náðist. Þetta snýst um starfið sem var unnið hjá Manchester United og tengslin sem byggðust þar upp á mínum tíma þar. Þá er ég stoltur af félaginu, starfsliðinu sem og leikmönnum mínum,“ segir Ferguson.
🏅 The Boss. #MUFC || @PremierLeague pic.twitter.com/x6Q8553Sog
— Manchester United (@ManUtd) March 29, 2023
Skotinn er sáttur að fá Wenger með sér inn í frægðarhöllina. Wenger er til að mynda sá eini sem hefur farið í gegnum heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Það gerði hann tímabilið 2003-2004 þegar Arsenal varð Englandsmeistari síðast.
„Arsene verðskuldar þessa viðurkenningu. Hann gjörbreytti Arsenal á frábæran hátt. Þeir urðu að erfiðum mótherja og við vildum báðir vinna svo mikið.“
🥁 Our latest inductee to the Premier League Hall of Fame…
It’s a special entry, Gooners 🙌
🏆 One gold trophy
❤️ One Arsene Wenger pic.twitter.com/iNsBbe1A9t— Arsenal (@Arsenal) March 29, 2023