Scott McTominay átti frábæran landsleikjaglugga fyrir Skotland. Hann skoraði fjögur mörk í tveimur leikjum í sigrum á Kýpur og Spáni.
Miðjumaðurinn skoraði tvö mörk gegn Kýpverjum á laugardag og aftur tvö gegn Spánverjum í gær.
Hefur þetta orðið til þess að myndband af McTominay leika sem framherji fyrir unglingalið Manchester United hefur brotist fram á sjónarsviðið.
Thoughts on Scott McTominay as the no.9 until the end of the season 🤔 pic.twitter.com/HzssMKGDEl
— centredevils. (@centredevils) March 28, 2023
Skotinn lék á þeim tíma sem fremsti maður og var númer níu. Hann leikur aftarleaga á miðjunni fyrir United í dag.
„Við áttum okkar Evan Ferguson en breyttum honum í miðjumann,“ skrifar einn stuðningsmaður United á samfélagsmiðla.
„Ef við vinnum Sevilla með 2-3 mörkum eigum við að prófa hann sem fremsta mann og sjá hvað hann gerir,“ skrifar annar.
Sá þriðji segir: „Hann yrði betri en Weghorst.“