Undarlegt atvik kom upp á æfingu Bayern Munchen sem nú undirbýr sig fyrir stórleik helgarinnar gegn Borussia Dortmund.
Thomas Tuchel stýrði æfingu gærdagsins. Hann tók við Bayern á dögunum eftir að Julian Nagelsmann var rekinn.
Aðeins voru um sjö aðalliðsleikmenn á æfingunni í gær þar sem landsleikjaglugginn er að klárast.
Einn af þeim var Leroy Sane. Hann fékk spark í rassinn, bókstaflega, frá Tuchel á æfingunni í gær. Hefur þetta vakið upp furðu margra á samfélagsmiðlum.
Bayern situr í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Dortmund. Liðið fer því á toppinn með sigri um helgina.
Þá er Bayern komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar verður andstæðingurinn Manchester City.
Tuchel & Sané [🎥 @ransport]pic.twitter.com/VhI9j7bbDu
— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) March 28, 2023