fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segja að þetta muni reynast Pútín dýrkeypt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 04:11

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hafa Rússar lagt mikla áherslu á að ná bænum Avdiivka í Úkraínu á sitt vald. Það hefur reynst þeim dýrt og mun reynast þeim enn dýrkeyptara.

Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins.

Avdiivka er skammt frá Donetsk og að undanförnu hafa Rússar beint sjónum sínum og kröftum að bænum. En það fer víðs fjarri því að þeir hafi náð þeim árangri sem þeir væntu.

Breska varnarmálaráðuneytið segir í stöðumati um gang stríðsins að Rússar hafi aðeins mjakast örlítið áfram og hafi misst gríðarlega mikið af brynvörðum ökutækjum. Segja Bretarnir að 10. skriðdrekaherdeild Rússa hafi líklega misst stóran hluta af skriðdrekum sínum í tilraununum sínum við að umkringja Avdiivka úr suðri.

Þessi skriðdrekaherdeild er hluti af stærri hersveit sem er að sögn Dagbladet fyrsta stóra hersveitin sem Rússar hafa myndað síðan í ágúst 2022. Þessi hersveit er sögð glíma við lélegan aga hermannanna og lélegan móral. Hún var við æfingar í Hvíta-Rússlandi áður enhún var send í fremstu víglínu en virðist samt ekki til stórræðanna þar að mati ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans