Þunguð kona búsett á Seyðisfirði lýsir mikilli vanlíðan vegna lokana á svæðinu. Hún lýsir ástandinu sem óásættanlegu fyrir þjónustuþega í mæðravernd, en aðeins eitt sjúkrahús er á austfjörðum.
Yfirlögregluþjónn á Austurlandi sem staðsettur er á Eskifirði segir stórar áskoranir felast í að koma vistum og mannskap í fjöldahjálparstöðvar. Búist er við öðrum veðurhvelli annað kvöld.
Þingmaður Flokks fólksins segir erlenda sérfræðinga mögulega hafa verið blekkta þegar þeir rituðu svar við skrifum hans um þingsályktunartillögu Flokks fólksins, þar sem lagt er til að kennsluaðferðum í byrjendalæsi hér á landi verði breytt.
Smáforritið Heima – for your family veitir yfirsýn um heimilisstörf. Framkvæmdastjórinn segir að undirbúningsviðtölin fyrir smáforritið hafi oft virkað eins og sambandsráðgjöf.
Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar alla virka daga klukkan 18.30.