fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Bruninn á Tálknafirði upplýstur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn er lokið á bruna sem varð á Tálknafirði þann 23. febrúar síðastliðinn, þegar eldur kviknaði í nýbyggingu  fiskeldisfyrirtækisins Arctic Smolt hf. í botni Tálknafjarðar.

Eldurinn er rakinn til notkunar iðnaðarmanna á staðnum á gasi og opnum eldi, er þeir voru að vinna við að þétta steypta veggi. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum um þetta segir:

„Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft málið til rannsóknar og telst það nú upplýst. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum naut aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina.

Iðnaðarmenn voru við vinnu í byggingunni þar sem þeir voru að vinna við að þétta steypta veggi. Til þess notuðu þeir m.a. gas og opinn eld. Ljóst þykir að glóð hafi borist frá opna eldinum í plastteninga sem þarna voru ekki langt frá.

Plastteningarnir reyndust innihalda mjög eldfimt efni og varð mjög fljótt mikill eldur laus í byggingunni og báru tilraunir starfsmanna til að slökkva eldinn ekki árangur.

Enginn var með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

Eins og segir hér að ofan telst málið upplýst og er unnið að frágangi þess hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Eigendum og tryggingafélagi hefur verið gert kunnugt um niðurstöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla