fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

Halldór Ragnarsson opnar nýja sýningu

Fókus
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:35

Mynd úr sýningunni eftir Halldór Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Ragnarsson myndlistarmaður opnar sýninguna Sófamálverkin næsta föstudag í Vest í Ármúla og verður opin til 30. apríl næstkomandi.

„Sófamálverk“  er hugtak sem hefur oft verið kastað á milli listamanna í gegnum árin. Hugtakið er í raun neikvætt fyrirbrigði og í orðinu felst að málverk séu jafnvel „sellout-leg” og gerð til þess að passa sérstaklega við liti og anda einhvers ákveðins rými, sófa eða heimilis.

Á sýningunni Sófamálverkin rýnir myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson á sinn kaldhæðnislega hátt í hugtakið og þá sérstaklega á mótsögnina sem felst í hugtakinu. Og hvar er betra að skoða það hugtak í sambandi við verk sín en einmitt í fínni húsgagnaverslun sem selur enn fínni sófa?

Halldór Ragnarsson (f. 1981) lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki áður við Háskóla Íslands. Halldór á 13 einkasýningar að baki ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga; bæði hér og erlendis.

Opnun föstudaginn 31.mars klukkan 17:30 – 19:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“