fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Varpa ljósi á sláandi vanrækslu forráðamanna Manchester United á sögufrægu svæði- „Þetta er skammarlegt“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 20:00

GettyImages / Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn Daily Mail varpar í dag ljósi á vanrækslu Manchester United á svæði sem á stóran sess í sögu félagsins. Um er að ræða The Cliff æfingasvæðið þar sem sem grunnurinn að afrekum Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson var lagður. Svæðið hefur verið vanrækt í fjöldamörg ár.

Svæðinu hefur oft verið lýst sem því svæði þar sem hjarta Manchester United hefur slegið. Á því eyddi Sir Alex Ferguson, goðsögn í sögu félagsins, mörgum stundum og byggði upp algjört knattspyrnuskrímsli, þar fékk hinn víðfrægi 92 árgangur félagsins sitt knattspyrnulega uppeldi en nú virðist þetta vera rústir einar.

„Fyrir marga er ástand The Cliff  lýsandi dæmi um eignarhald Glazer-fjölskyldunnar á Manchester United,“ segir í frétt Daily Mail sem vitnar enn fremur í einn viðmælanda sinn, stuðningsmann Manchester United:

„Ef þið viljið kynna ykkur Glazer fjölskylduna og hvaða tilfinningar hún ber gagnvart Manchester United, þá ættuð þið að fara á The Cliff. Þetta svæði ætti að vera orðið að safni, eitthvað til þess að vera stoltur af en það hefur varla verið fjárfest smápeningum í svæðið undanfarin 20 ár og nú er það að detta í sundur. Þetta er skammarlegt og sýnir að þessum Ameríkönum er slétt sama.“

Blaðamaður Daily Mail fór og kynnti sér ástand The Cliff, sem er enn þann dag í dag notað undir æfingar yngri knattspyrnuiðkenda.

„Fátt hefur breyst frá þeirri tíð sem blaðamenn biðu á bílastæði svæðisins í von um að fá komment frá þjálfurum eða leikmönnum, þarna biðu krakkar einnig eftir tækifæri til þess að fá eiginhandaráritun frá stjörnunum sínum. Skólinn er enn í notkun sem og knattspyrnuvöllurinn.“

Vinnupallar umlyki hins vegar stóru bygginguna á svæðinu og við aðalinngangin er stór sprunga í einum glugga, þá megi sjá veggjakrot á veggjum.

„Yfirgefinn, rifinn skrifstofustóll á einum staðnum, stóll á hvolfi á hinum, steypuplötur hafa losnað á jörðinni, gluggarnir eru að rotna og eru þaktir svartri myglu. Hellurnar við aðalinnganginn eru lausar og brotnar.“

Myndirnar, af þessu sögufræga svæði Manchester United, sem fylgja umfjöllun Daily Mail eru sláandi og ekki sæmandi félagi líkt og Manchester United. Um er að ræða svæði sem á stóran sess í sögu félagsins.

„Maður les um að fara þurfi í viðhaldsvinnu á Old Trafford og að það þurfi að eyða miklum fjármunum í það, þakið sé að leka,“ sagði einn viðmælandi Daily Mail. „Hin raunverulega vanræksla félagsins er á The Cliff. Þessi staður ætti að vera glitrandi og varðveittur að eilífu.“

Umfjöllun Daily Mail og myndir frá The Cliff má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dregið hjá U21 á fimmtudag – Þetta eru mögulegir andstæðingar Íslands

Dregið hjá U21 á fimmtudag – Þetta eru mögulegir andstæðingar Íslands
433Sport
Í gær

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Í gær

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin