Todd Boehly eigandi Chelsea er að skoða hvaða kosti hann hefur til þess að endurbyggja heimavöll félagsins, Stamford Bridge.
Boehly vill árið 2030 vera með hinn fullkomna knattspyrnuvöll kláran.
Líklegast er að Chelsea ráðist í að byggja völlinn á sama svæðinu og Stamford Bridge völlurinn er í dag.
Til að það sé gerlegt þarf Chelsea að spila heimaleiki sína á öðrum stað í allt að fjögur ár.
Nú er sá kostur skoðaður hvort Chelsea geti spilað heimaleiki sína á London Stadium heimavelli West Ham.
Daily Mail segir þann kost líklegan en til skoðunnar er einnig að spila á Craven Cottage heimavelli Fulham sem er í sama hverfi og Chelsea í London.
Þá gæti Chelsea farið sömu leið og Tottenham og spilað leiki sína á Wembley, einnig kemur Twickenham völlurinn einnig til greina.