Thijs Slegers 46 ára gamall blaðamaður í Hollandi er látinn, hann hafði frá árinu 2020 barist við hvítblæði. Sænskir miðlar fjallar um málið.
Thijs vakti heimsathygli á dögunum þegar náinn vinur hans Zlatan Ibrahimovic birtist í sjónvarpsviðtali sem hann var í.
Zlatan og Thijs voru miklir mátar en vinskapur þeirra hófst þegar ungur Zlatan kom frá Svíþjóð og samdi við Ajax í Hollandi.
„Hann snerti hjarta mig og ég vil bara segja eitt. Ég elska þig Thijs,“ sagði Zlatan í lokin á ræðu sinni um Thijs á dögunum.
Myndskeiðið má sjá hér að neðan.