Alphonso Davies bakvörður FC Bayern segir líf atvinnumanns í knattspyrnu oft einmana og kallar sjálfan sig vinsælan lúða.
Davies sem er einn af betri bakvörðum fótboltans kemur frá Kanada og segist eiga fáa vini til að eyða tíma með.
„Lífið sem atvinnumaður í fótbolta er auðvitað mjög fínt, þú getur slakað á og notið lífsins. En eftir æfingar er ekkert að gera,“ segir Davies.
Fjölskylda Davies býr ekki í Þýskalandi og unnusta hans er ekki heldur búsett í landinu.
„Fjölskylda mín er ekki hérna og ekki kærasta mín sem býr ekki með mér. Ég er bara einn.“
„Þetta er stundum erfitt að hafa engan og sérstaklega þegar allir vinir þínir eru í vinnu. Ég á kannski fimm vini.“
„Ég er vinsæll lúði.“