Heimir Hallgrímsson þjálfari Jamaíka stýrði sínum fyrsta keppnisleik í nótt þegar liðið heimsótti Mexíkó í Þjóðadeildinni.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem eru ansi góð úrslit fyrir Heimi á erfiðum útivelli.
Bobby Reid leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni var maður kvöldsins en hann skoraði geggjað mark.
Reid hamraði boltann í netið fyrir utan teig, eitt af mörkum ársins í fótboltanum hingað til.
Mark Reid má sjá hér að neðan.
Bobby Reid has given the Reggae Boyz a stunning 1-0 lead in their CONCACAF Nations League match against Mexico in the Stadio Azteca.
MEX 0-1 JAM pic.twitter.com/LlrfrGfkke
— Nationwide90FM (@NationwideRadio) March 27, 2023