Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar hjá KSÍ neitaði að ræða við Vísir.is um stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Ívar var með í för þegar íslenska liðið vann frækinn 7-0 sigur á Liechtenstein í gær. Sá sigur kom í kjölfarið af slæmu tapi gegn Bosníu á fimmtudag.
Vísir.is fjallar um samskipti sín við Ívar og segir. „Stjórn KSÍ tekur eflaust stöðuna eftir þetta verkefni en hvað hún er hugsa er erfitt að vita. Ívar Ingimarsson var eini stjórnarmaðurinn sem var með í för í þessu verkefni en hann vildi ekki veita Vísi viðtal í gær,“ segir í grein á Vísi.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands hefur verið umdeildur í starfi en hann hefur unnið 6 af 31 leik sínum sem þjálfari Íslands.
Arnar stýrði hins vegar íslenska liðinu í gær til stærsta sigur sögunnar í keppnisleik og ólíklegt er að KSÍ fari í nokrar breytingar á þjálfarateymi liðsins.